Færsluflokkur: Ljóð
2.12.2006 | 12:06
Supernova Rockstar tónleikar 1 des 2006
Fór á tónleika með supernova rockstar í gærhveldi og það var bara briljant. Fór reyndar ekki með miklar væntingar en maður veit aldrei hvernig svona hlutir fara.
Fyrst kom ó móti sól og hélt smávegis upphitunar prógram.. alltaf jafn góðir en greinilega að þeir eru farnir að setja aðeins meira rock í sitt prógram .. hum hvaðan skyldi þau áhrif koma.. fannst sérstaklega gaman að heyra ég á afmæli í dag lagið með Magna þar sem að hann átti nú afmæli í gær karlinn.
Josh byrjaði svo tónleikana með frumsömdu efni sem var bara nokkuð gott að mínu mati.. væri nú bara alveg til að fara að kaupa disk með honum og takið eftir því ég kaupi rosalega sjaldan tónlistardiska þannig að þetta er nokkuð mikið hrós sko..
Svo byrjaði ballið.
Húshljómsveitinn kom í salin og það ætlaði allt að ærast.. þetta er rosalega góð hljómsveit og með fullri virðingu fyrir á móti sól þá crappa þeir bigtime miðað við þessa hjómsveit. Ætli að þeir hafi ekki gefið út nein disk ? Þeir sem vita meiga láta vita. Svo komu dúllurnar inn hver á eftir aðrari og hver skemmtilegri og æstari en hin.. Þegar Dilanna og Toby komu í hús þá ætlaði allt að ærast greinlegt hverjir eru vinsælastir nátturulega fyrir utan Magna Okkar : )
Ekki þurrt sæti í húsinu þegar hann Toby var búin að syngja lagið sitt og svo bono lagið sem að hann tekur alltaf.. Storm var bara briljant með lagið sitt og salurinn tók vel undir.. Alltaf jafn æðisleg á sviði og þvílíkur sýnandi.. Greinilegt að hún var þarna til þess að skemmta sér og öðrum..
Dilana söng flest sín lög úr keppninni og var bara æðisleg eins og vanalega.. mér finnst textin með mother mother how is the family (veit ekki hvað það heitir)bara briljant og á mjög vel við röddina á henni..
En allir góðir hlutir taka enda og þessir tónleikar gerðu það líka að lokum eftir uppklapp tvisvar sinnum. Húsbandið tók eitt lag alveg sér og eins og ég sagði áður hafa þeir ekki gert diska ? Þvílíkir rokkarar og briljant tónlistamenn.. Ég er farin að kaupa mér miða til bandaríkjana til að elta þá á tónleikaferðalaginu.. ;)
Eftir tónleikana ákváðum við að fara aðeins á rúntinn og kíkka svo inn á uppáhaldsstaðinn Dubliners. Þar inni var litil trúbador að syngja niðri og hljómsveitinn Sviss að syngja og spila uppi.. Með fullri virðingu fyrir þessari hljómsveit þá hljómaði hún ekki mjög vel eftir að hafa verið að hlusta á atvinnutónlistamenn..; ) Á rúntinum hafði verið mikið debate í gangi hver af þessum dúllum væri líklegastur til að mæta niður í bæ á djammið og vann toby það hlutkesti með öllum atkvæðum.. Vorum alveg búnar að sjá hann og Josh fyrir okkur dauða inn á dubliners.
Í miðri umræðu um tónleikana fórum við að heyra í rödd sem að við þekktum. Dilana og Magni mætt á svæðið að taka nokkur lög með hjómsveitinni Sviss á dubliners.. Við nátturulega stukkum á fætur og inn í sal að hlusta á goðinn sem og allir aðrir sem voru staddir inn á staðnum. Þarna skapaðist rosalega flott party stemming með Dillönu upp á borði að syngja og Magni að magnast á gítarnum. og viti menn hljómsveitin Sviss skánaði stórum með góðum söngvara og góðum gítarleikara ;). Þessi kona er með svo magnaða rödd að það er engu lagi líkt.. Janis Joplin endurfædd og rúmlega það held ég bara. Held að hún hljóti að reykja pípu áður en hún fer á svið....Þau tóku svo fullt af lögum og allir sungu með.. Þetta var bara briljant endir á æðislegu hvöldi sem verður svo sett í minningarbókina um ókomna tíð..
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2006 | 10:28
Söknuður
Um hveldið við firðina forðum
oft við hlupum um fellið
í sjóinn við oft þó fórum
og fannst okkur talsvert brellið
Við sólarlag á sólina horfðum
er við sæginn þá brúnina sleikti
hvarf í fjaskanum farin
þar til að morgunum aftur hún kveikti.
Marga vini hef ég horft á eftir
Hverfa í þokuna burtu
en sál þeirra og gleði situr eftir
í grasi og fjöllum og hverfur ei í burtu
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
ljóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar